Villandi upplýsingar um breytingar á almannatryggingum."Strípaður" lífeyrir hækkar ekkert!

Mikill áróður er nú rekinn fyrir tillögunum um breytingu á almannatryggngum og sagt,að þær bæti hag aldraðra og öryrkja.Til dæmis er sagt,að nánast allir,sem hafi tekjur undir 100 þúsund á mánuði (  aðrar en frá TR) hækki í lífeyri.Þetta er rangt.Staða þeirra,sem hafa atvinnutekjur undir 110 þúsund á mánuði versnar.Frítekjumark  vegna atvinnutekna er í dag 110 þús krónur (tæpar) á mánuði.En eins og ég benti á í grein hér í gær skerðist lífeyrir um 49500 krónur á mánuð skv nýja kerfinu hjá þeim,sem hafa þessar atvinnutekjur.Hjá þeim,sem hefur 100 þúsund á mánuði í nýja kerfinu skerðist lífeyrir um 45000 kr  á mánuði eftir skatt  hjá TR.Öryrkjabandalagið gagnrýnir harðlega aukna skerðingu vegna atvinnutekna.

Sá sem hefur 100 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði fær 3-6 þúsund krónur meira á mánuði en áður, eftir skatt,skerðingin minnkar um þá upphæð.(eftir því hvort um kvæntan eða einhleypan mann er að ræða) Það eru öll ósköpin.Einhleypur lífeyrismaður,sem hefur 200 þúsund úr lífeyrissjóði á mánuði fær ekki krónu meira en áður. Skerðingin er og var 90 þúsund á mánuði eftir skatt. En byrjað verður að skerða grunnlífeyri á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það er afturför.

Stærsta atriðið er samt það,að lífeyrir þeirra,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum,hækkar ekki um eina krónu.Nefnd ríkisstjórnarinnar leggur til,að lífeyrir verði óbreyttur þó fyrir liggi,að ekki sé unnt að lifa af honum. Þetta er afrakstur 3ja ára starfs nefndarinnar!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband