Mánudagur, 4. apríl 2016
3 ráðherrar tengdir skattaskjólum!
Kastljósþátturinn í gærkveldi um skattaskjólin var hinn merkilegasti. Þátturinn var mjög yfirgripsmikill og faglega unninn.
Þátturinn afhjúpaði og staðfesti,að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru tengdir skattaskjólum á aflandseyjum og hafa eða hafa haft tengsl við þau.Þetta er einsdæmi i Evrópu.Þátturinn byggði upplýsingar sínar á miklum leka um skattaskjólin,sem rannsóknarblaðamenn í mörgum löndum hafa unnið úr.
Það kom í ljós,að báðir leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa leynt upplýsingum um aðild sína að skattaskjólunum og einnig gefið rangar upplýsingar.Bjarni Benediktsson átti fyrirtæki í skattaskjóli á Seychelles eyjum, sem ekki var afskráð fyrr enn 2012.Hann neitaði þvi í kastljósþætti,að hann hefði eða hefði haft tengsl við skattaskjól; sagðist aldrei hafa átt eignir í skattaskjólum.Það reyndist ekki rétt.
Upplýst var í kastljósþættinum,að Sigmundur Davíð og kona hans,Anna Sigurlaug Pálsdóttir áttu saman aflandsfélag,Wintris,sem skráð er á Tortola,frægasta skattaskjólinu.Sigmundur Davíð seldi konu sinni hlut sinn i félaginu á gamlársdag 2009 en daginn eftir tóku gildi ný lög um aflandsfélög og skattaskjól.Eignir félagsins eru yfir 1 milljarði króna i erlendum gjaldeyri. Í viðtali við sænskan rannsóknarblaðamann,sem sjónvarpað var i gær,sagði Sigmundur Davíð,að hann ætti ekki og hefði ekki átt félag í skattaskjóli!Það reyndist ekki rétt.
Ólöf Nordal átti einnig félag á Tortola en það mun hafa verið afskráð.Enginn þessara ráðherra hefur getið um eignir sínar í skattaskjólum í eigna-og hagsmunaskráningu alþingismanna þó það sé skylt.
Í þættinum í gær kom einnig fram,að Júlíus Vífill borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á félag í skattaskjóli i Panama.Hann hefur ekki getið um það í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Einn annar fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,Þorbjörg Helga, tengist skattaskjóli svo og 1 borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina,Sveinbjörg Birna.Allir þessir stjórnmálamen hafa leynt upplýsingum um málið.
Það er alvarlegt mál,að háttsettir stjórnmálamenn ýmist leyni upplýsingum um þátttöku í félögum í skattaskjólum eða segi ósatt um tengsl við þau.
Tilgangurinn með þvi að vera í skattaskjóli er að leyna eignarhaldi á hlutaðeigandi félagi eða að komast undan sköttum.Til þess að sanna,að allir skattar hafi verið greiddir þarf að leggja fram skattframtöl og ársreikninga allra þeirra ára,sem félögin hafa verið í skattaskjóli.Það hefur ekki verið gert. Það er ekki nóg,að segjast hafa greitt skatta.Það verður að leggja fram umrædd gögn.
Það er alvarlegt mál,að stjórnmálamenn séu uppvísir að því að koma sér undan að greiða tilskylda skatta til samfélagsins.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Það athugist að Bjarni Ben var í efnahags- og skattanefnd 2007-2009!
Aldís Schram (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.