Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Bréf Bjarna Ben. til aldraðra svikið!
Ég hef áður vitnað í loforð það,sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gaf eldri borgurum í bréfi til þeirra fyrir kosningar 2013.Bréfið er dagsett 22.apríl 2013.
Þar sagði: Við ætlum að afnema tekjutengingar ellilífeyris,þar er sannarlega um réttlætismál að ræða.
En Bjarni segir meira í bréfinu. Hann gefur fleiri loforð.Hann segir líka: Eldri kynslóðir verðskulda að búa við öryggi og góð lífsgæði.
Við viljum,að þeir sem komnir eru á efri ár njóti afraksturs erfiðis síns.
Stjórnvöld eiga að hlúa að öldruðum en ekki að íþyngja þeim með ósanngjarnri skattlagningu.
Þegar þetta bréf Bjarna er lesið verður ljóst,að hann hefur gert þveröfugt miðað við það sem boðað var í bréfinu.
Sem fjármálaráðherra lagðist Bjarni algerlega gegn því við afgreiðslu fjárlaga í desember sl.,að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og allar aðrar stéttir höfðu fengið. Hann sagði þá í ræðu,að eldri borgarar og öryrkjar mættu ekki fá eins "háar" eða hærri "bætur" en sem næmi lágmarkslaunum verkafólks,þar eð þá væri enginn hvati fyrir þessa aðila til þess að fara út á vinnumarkaðinn!Ef Bjarni hefði munað eftir bréfinu til eldri borgara hefði hann látið hækka lífeyri til aldraðra og öryrkja strax 1.mai jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu eða um 14,5%. Það gerði hann ekki en laun ráðherra,þingmanna,embættismanna og dómara hækkuðu hins vegar strax.Ráðherrar fengu yfir 1 milljón í launauppbót fyrir jólin en aldraðir fengu ekkert eftir launahækkanir vorsins,
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.