Miðvikudagur, 6. apríl 2016
Hafa svikið kosningaloforðin við aldraða og öryrkja
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru nú að semja um það sín á milli að halda stjórnarsamstarfinu afram.20 þúsund manna fundur mótmælenda á Austurvelli krafðist þess,að stjórnin færi frá og efnt yrði til nýrra kosninga.Reiði almennngs beindist ekki aðeins að Sigmundi Davíð forsætisráðherra heldur að ríkisstjórninni í heild. Ekki aðeins Sigmundur Davíð (og konan hans) heldur Bjarni Ben. og Ólöf Nordal áttu aflandsfélög í skattaskjólum.Þessum félögum var öllum leynt fyrir kjósendum.Krafan er nýjar kosningar strax.
Almennngur er líka óánægður vegna þess,að kosningaloforðin hafa verið svikin.Stjórnarflokkarnr lofuðu að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar (30% hækkun).það loforð hefur verið svikið.Bjarni Benediktsson lofaði að afnema tekjutengingar ellilífeyris. Það loforð hefur verið svikið.Það er mikil bíræfni að biðja um að fá að vera afram i stjórn,þegar þessi svik blasa við og spillingarmál hafa komist upp.Ráðherrar klifa á góðum árangri í efnahagsmálum en það hvarflar ekki að þeim að efna loforðin við aldraða og öryrkja. Þeir eiga því að fara frá.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.