Miðvikudagur, 6. apríl 2016
Landið stjórnlaust!
Alger upplausn er nú í stjórnmálum landsins og landið stjórnlaust.Sigmundur Davíð hefur tilkynnt þingflokki Framsóknar,að hann ætli að stíga til hliðar gegn því,að Sigurður Ingi varaformaður Framsóknar taki við.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki samþykkt það.Sigmundur Davíð hefur ekki beðist lausnar. Og í gærkveldi sendi ráðuneyti hans,forsætisráðuneytið,út tilkynningu til erlendra fréttastöðva um,að hann hefði stigið til hliðar um ákveðinn tíma og á meðan tæki varaformaður Framsóknar við forsætisráðherraembættinu en Sigmundur Davíð yrði áfram formaður flokksins og hefði ekki sagt af sér!Samkvæmt þessu virðist eitthvað óljóst hvort Sigmundur Davíð ætli að segja formlega af sér eða hvort hann ætli aðeins að fara í tímabundið leyfi eins og þegar menn fara í veikindaleyfi.Ólíklegt er,að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki það. Flokkurinn mun örugglega gera kröfu til þess að forsætisráðherra segi formlega af sér og að mynduð verði ný ríkisstjórn.
Á sama tíma og ástandið er svona á stjórnarheimilinu er þingið líka stjórnlaust. Tilkynnt var fyrir skömmu,að ekki yrði þingfundur í dag,þar eð "ekki hefði náðst að semja dagskrá".Þetta er skrítin afsökun. Það tekur ekki langan tíma að semja dagskrá þingfundar. Niðurstaðan er einfaldlega þessi:Stjórnin er óstarfhæf og þingið líka.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.