Málefni aldraðra og öryrkja mæta afgangi.Ekki minnst á kjör lífeyrisfólks!

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurnn náðu samkomulagi um það í gær að halda stjórnarsamstarfinu áfram þrátt fyrir háværa kröfu almennings um, að stjórnin færi þegar frá og  að kosningar yrðu strax.Sigurður Ingi varaformaður Framsóknar verður forsætisráðherra.Hann kom i kastljós í gærkveldi og minntist á helstu mál,sem ríkisstjórnin mundi leggja áherslu á. Hann nefndi ekki á málefni aldraðra og öryrkja enda þótt eftir sé að efna öll kosningaloforðin sem gefin voru öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar 2013.Það hefði verið kjörið tækifæri fyrir nýjan forsætisráðherra að bæta úr vanrækslu fyrirrennara síns í þessum málaflokki. En svo verður ekki.Aldraðir og öryrkjar vita um afstöðu Bjarna Ben í þessum málum.Hann hefur verð harðasti andstæðingur kjarabóta til handa  lífeyrisfólki.Og Sigurður Ingi virðist ekki ætla að verða betri.Þessir herrar virðast staðráðnir í því að halda öldruðum og öryrkjum áfram við fátækramörk.

Aldraðir og öryrkjar geta því tekið undir kröfu almennings á Austurvell um að stjórnin fari frá strax og efnt verði til kosninga innan 6 vikna. Það er eina leiðin þegar stjórnin er rúin trausti og hefur svikið öll kosningaloforðin við aldraða og öryrkja. Það litla,sem gert var vorið 2013 hefur verið tekið til baka.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband