Algert formannsræði og ráðherravald. Óánægja í stjórnarflokkunum!

Vigdís Hauksdóttir er óánægð með að hafa ekki orðið ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Hún segir,að gengið hafi verið framhjá sér í annað sinn.Unnur Brá þingmaður Sjálfstæðisflokkins er einnig óánægð.

Formannsræðið eða formannsvaldið opinberaðist í gær og í fyrradag. Það er ekkert lýðræði í flokkunum. Formennirnir ráða öllu. Og það gengur svo langt,að þingmenn eins og Brynjar Nielsson sögðu við fréttamenn.Ja,formaðurinn ræður þessu.Við bíðum eftir honum.Með öðrum orðum: Óbreyttir þingmenn hugsa ekki sjálfstætt. Þeir láta formennina hugsa fyrir sig.Það var ekki einu sinni atkvæðagreiðsla um málið hjá Sjálfstæðisflokknum. Og þetta var einnig áberandi hjá Framsókn.Sigmundur Davíð,sem búinn var að segja af sér sem forsætisráðherra,er áfram formaður flokksins og lagði til,að ráðgjafi hans úr forsætisráðuneytinu yrði skipaður ráðherra í gamla ráðherraembætti Sigurðar Inga.Þetta var að sjálfsögðu samþykkt. Það er alveg sama hvaða tillögu Sigmundur Davíð hefði gert um nýjan ráðherra. Þingmenn Framsóknar hefðu rennt þvi niður þó þeir séu óánægðir. Til dæmis var Ásmundur Einar Daðason nefndur sem landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra.En það var ekki í huga Sigmundar Davíðs.Hann vildi koma sínum fullrúa inn . Ljóst er,að Sigmundur Davíð er að skipa persónulegan fulltrúa sinn í stjórnina.Á þann hátt og með  því að vera áfram formaður flokksins mun Sigmundur Davíð hafa mikil völd,ef til vill meiri en Sigurður Ingi. En Sigurður Ingi verður fundarstjóri i ríkisstjórninni!

Það þarf að afnema formannaræðið í flokkunum. Það er ekki í takt við nýja tíma. Það þarf að taka upp lýðræði við val ráðherra og leiðtoga flokkanna.Í dag ríkir einræði. Það þarf að afnema það.Það er tímaskekkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband