Mánudagur, 11. apríl 2016
Verkalýðhreyfingin styðji kjarabaráttu eldri borgara!
Það hefur verið rætt mikið í samtökum eldri borgara hvaða nýjar leiðir unnt sé að fara í kjarabaráttu eldri borgara til þess að ná árangri.Hin gamla og hefðbundna aðferð að senda ályktanir og áskoranir til ráðamanna skilar ekki árangri.Ályktanirnar lenda í ruslakörfunni!Afstaða ráðamanna til kjaramála og hagsmunamála aldraðra er neikvæð.Ráðamenn hafa engan áhuga á kjörum eldri borgara.Þetta sást vel,þegar nýja stjórnin var mynduð.Nýi forsætisráðherrann taldi upp mörg mikilvæg mál en hann minntist ekki á kjör aldraðra og öryrkja!
Eðli málsins samkvæmt hafa aldraðir ekki verkfallsrétt.Þess vegna þarf verkalýðshreyfingin að styðja eldri borgara í kjarabaráttu hennar.Það stendur henni næst.Samstarf við verkalýðshreyfinguna hefur verið rætt í samtökum eldri borgara. Kjaranefnd Félags eldri borgara leitaði samstarfs við VR og Eflingu og fékk jákvæðar undirtektir,einkum hjá VR.Kjaranefndin ásamt kjaranefnd LEB leitaði einnig samtarfs hjá ASÍ og BSRB.Þar hafa undirtektir verið mjög góðar.Í einni kjaradeilu óskaði forusta ASÍ eftir því við ríkisstjórn að hún veitti öldruðum sömu hækkun á lífeyri og samið væri um fyrir launafólk. En betur má,ef duga skal. Eldri borgarar þurfa að stórauka samstarf við verkalýðshreyfinguna og mér er nær að halda,að hún geti helst veitt kjarabaráttu aldraðra þann stuðning,að hún fái nægar kjarabætur til þess að kjörin verði viðunandi.Ég skora á verkalýðshreyfinguna að veita kjarabaráttu aldraðra fullan stuðning.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.