Nýtt hneyksli í uppsiglingu:Fjármálaráðherra ætlar sjálfur að ákveða hverjir fái hlut í Landsbankanum!

Bankasýsla ríkisins verður lögð niður og eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum færðir undir fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Hann á að setja sérstaka eigandastefnu ríkisins sem tekur til þeirra fjármálafyrirtækja sem ríkið á eignarhluti í, skipa þriggja manna ráðgjafarnefnd, án tilnefninga, til að veita honum ráðgjöf um meðferð eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og undirbúa sölu og sölumeðferð þeirra eignarhluta. Þetta kemur fram í frumvarpi til laga um meðferð

 og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem útbýtt á til þingsins miðdegis í dag

Kjarninn segir frá þessu í dag.Samkvæmt þessu ætlar fjármálaráðherra að drífa í því að selja stóran hlut í Landsbankanum,þegar ekkert liggur á því.Þetta mundi enn auka ágreininginn milli þings og þjóðar.Þjóðin hefur engan áhuga á því að selja Landsbankann strax. En auk þess treystir þjóðin ekki Bjarna Ben til þess að selja Landsbankann,Það er skömminni skárra að láta bankasýsluna gera það.En hvers vegna er verið að leggja bankasýsluna niður. Er það til þess að Bjarni Ben geti ráðskast með Landsbankann einn Hafa þessir menn enga sómatilfinningu?Það er nú verið að hugsa um það hvort óhætt sé að Bjarni Ben sé áfram í embætti en þá rýkur hann til og ætlar að selja Landbankann einn síns liðs. Hvað er eiginlega að?

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband