Nefnd um almannatryggingar heldur lífeyri aldraðra niðri!

Ég er alltaf að heyra í fleiri og fleirum,sem undrast hvað lítið kemur út úr tillögunum um breytingar á almannatryggingum.Sú saga hafði komist á kreik,að staða þeirra,sem hefðu greiðslur úr lífeyrissjóði mundi stórbatna samkvæmt tillögunum.Vonbrigðin eru því mikil, þegar annað kemur í ljós. Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur 100 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir aðeins 5400 króna minni skerðingu á mánuði eftir skatt í nýja kerfinu en nú. En ellilífeyrisþegi,sem er í hjónabandi eða sambúð og hefur sömu greiðslu úr lífeyrissjóði fær aðeins tæpum 2900  krónum meira eftir skatt í nýju kerfi en nú.Með 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði versnar staða giftra ellilífeyrisþega.Skerðing hjá þeim verður 4 þúsund krónum meiri á mánuði en nú.En hjá einhleypum verður staðan óbreytt,þ.e. 90 þúsund króna skerðing á mánuði.Ef greiðslan úr lífeyrissjóði er 300 þúsund á mánuði versnar staðan um 11 þúsund krónur á mánuði hjá giftum.Skerðing verður þá 135 þúsund krónur á mánuði en er nú 124 þúsund á mánuði.En steininn tekur úr þegar lífeyrisgreiðslam fer í 400 þúsund á mánuði þá fer skerðing upp í 180 þúsund krónur á mánuði hjá giftum,eykst um 35 þúsund á mánuði. En hjá einhleypum með sömu greiðslu úr lífeyrissjóði eykst skerðing um 13 þúsund á mánuði.Skerðing verður 180 þúsund á mánuði eftir skatt en lífeyrir frá TR er 185 þúsund eftir skatt hjá þeim,sem hafa ekkert úr lífeyrssjóði!M.ö.o.: Það er eins og búið sé að gera allan lífeyrissjóðinn upptækan,nema 5 þúsund krónur!

Ég veit ekki fyrir hverju menn eru að hrópa húrra.Ekki eru það  minni skerðingar vegna atvinnutekna. Sú skerðing stóreykst og 75 % öryrkjar eru slegnir út af vinnumarkaðnum.

Það sorglegasta við tillögurnar um almannatryggingarnar er þó það,að lífeyrir þeirra,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum eiga ekki að hækka um eina krónu. Til hvers var eiginlega verið að skipa nefnd um málið úr því að nefndin fylgir nákvæmlega fyrirmælum ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og heldur lífeyrinum niðri eins og rikisstjórnin hefur gert!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞAÐ ER ERFITT AÐ HLUSTA Á HRÆSNINA- YFIRKLÓRIÐ OG SVIK  ÞESSARAR OG FYRVERANDI RÍKISSTJÓRNAR,

 fYRIR ÞEIM ÁRUM ÁÐUR EN LÆKNAR DRÁPU BARNABARN MITT SEM VILDI SVO Sannarlega vinna- og eg fór með honum á hvern vinnustaðinn eftir annann- ÖRYRKI- NEI- SVOÆEIÐIS FÓLK FÆR EKKI VINNU HER.

 mEÐ LIÐSINNI FELAGSRÁÐGJAFA- VORU SÖMU SVÖR. öRYRKJABANDALAG íSLANDS  MEÐ VINNUAÐSTÖÐU Í hÁTUNI VILDI AÐEINS FÓLK SEM VAR VERIÐ AÐ ÞJÁLFA FYRIR 8 TIMA VINNU. PR .DAG.

 hANN VAR I NYENAVEL ANNANHVERN DAG- OG STÓÐST EKKI ÞETTA VIÐMIÐ.

 PENINGAR OKKAR FARA Í AÐ HALDA UPPI AUÐVALDSSKRÍL- SEM HIKAR EKKI VIÐ NEITT- TIL AÐ FÁ PENINGA,

 oKKUR VANTAR ÞINGMANN SEM STENDUR Í FÆTURNAR BJÖRGVIN.

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.4.2016 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband