Föstudagur, 15. apríl 2016
Springur lífeyrissjóðskerfið?
Óánægja með lífeyrissjóðina vegna skerðingar lífeyris eldri borgara hjá TR hefur magnast svo mikið, að hætta er á því,að lífeyrissjóðskerfið springi!Margir meðal lífeyrisfólks segja: Hvers vegna er ég að greiða í lífeyrissjóð alla mína starfsævi, þegar yfirvöldin taka helming sjóðsins af mér og rúmlega það,þegar ég fer á eftirlaun.Það hefur enga eða litla þýðingu.Við þetta sjónarmið bætist sú staðreynd,að erlendis tíðkast það fyrirkomulag sums staðar,að hluti lífeyrissjóðssparnaðar sé greiddur út jafnóðum. Með öðrum orðum: Það er ekki jafnmikil sjóðssöfnun og hér,heldur gegnumstreymi að hluta til. Raddir um slíkt fyrirkomulag hér heyrast einnig.Óbreytt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Einfaldasta og eðlilegasta breytingin er sú,að afnema alveg skerðingu lífeyris hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Verði það ekki gert fyrr en síðar springur kerfið.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.