Aldraðir hafa mikið afl,ef þeir beita þvi!

Kjaramál aldraðra eru í öngstræti.Þar gerist ekkert.Stjórnvöld vilja ekkert gera fyrir eldri borgara.Núverandi ríkisstjórn hefur neitað öllum sanngjörnum og eðlilegum kjarabótum  til þeirra og fjármálaráðherra sagt,að lífeyrir megi ekki vera eins hár og lágmarkslaun,þar eð þá sé enginn hvati fyrir þá að fara út á vinnumarkaðinn!Núverand ríkisstjórn hefur hundsað allar ályktanir Landssambands eldri borgara og kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk.Nú reynir Félag eldri borgara í Reykjavík nýja aðferð í baráttunni fyrir bættum kjörum og betri aðstöðu eldri borgara.Svonefndur Grái her  félagsins notar mildari aðferð en áður,slær á létta strengi og leggur áherslu á, að aldraðir séu ekki að þiggja neitt frá ríkinu.Þeir séu aðeins að taka við því,sem þeir eigi inni,bæði frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum.Það er vissulega rétt og við eigum að hætta að nota orð eins og bætur og lífeyrisþegar.Við eigum að nota orð eins og lífeyrir,laun og lífeyrisfólk.Vonandi skilar starf Gráa hersins einhverjum árangri,t.d. varðandi sveigjanleg starfslok.Stjórnvöld eru jákvæð gagnvart þeirri hugmynd.En baráttan er erfiðari þegar kemur að kröfum um hærri lífeyri fyrir þá,sem einungis hafa tekjur frá TR og um afnám skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.En þetta eiga að vera aðalkröfurnar í dag.Lífeyrir verður að vera það hár,að unnt sé að lifa af honum og lífeyrisfólk krefst þess að fá lífeyri sinn óskertan þegar það fer á eftirlaun.Annað er eignaupptaka.

Ef ekkert raunhæft gerist fljótlega í kjaramálum aldraðra verða þeir að grípa til nýrra  og róttækari aðferða.Þeir geta þá t.d ákveðið að styðja þá frambjóðendur í alþingiskosningunum,sem taka upp mál þeirra eða boðið fram sjálfir.Aldraðir eru nálægt 40 þúsund talsins.Þeir hafa mikið afl,ef þeir beita því.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband