Öryrkjar hafna tillögunum um TR

Öryrkjabandalagið hafnar tillögum ríkisskipaðrar nefndar um almannatryggingar.Öryrkjar telja alltof miklar skerðingar í tillögunum.En þeir gera einnig margvíslegar athugasemdir við tillögur um starfsgetumat í stað læknisfræðilegs mats á örorku,sem gildir nú.Þá eru þeir óánægðir með það,að lífeyrir þeirra,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum skuli ekki hækka neitt.Nefndin leggur tillögurnar fram með nákvæmlega sömu upphæð lífeyris eins og gildir í dag.Það er eins og ríkisstjórnin hafi verið að leggja tillöguna fram en hún hefur lagt sig fram um að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri!

Þeir öryrkjar,sem hafa minnsta starfsgetu,75% öryrkjar og þeir,sem hafa meiri örorku munu sæta meiri skerðingu hjá TR,en nú, samkvæmt tillögunum,ef þeir vilja afla sér einhverra atvinnutekna. Frítekjumark,sem er 109 þúsund á mánuði  hjá öryrkjum og öldruðum vegna atvinnutekna verður fellt niður en í staðinn kemur 45% skerðing.En þeir,sem hafa 50% örorku munu halda lífeyri sínum óbreyttum vegna atvinnutekna,alveg sama hvað þeir hafa miklar tekjur. Þarna er verið að mismuna öryrkjum gróflega og spurning hvort það standist jafnræðisreglu stjórnarskrár og mannréttindaákvæði.Eins og ég hef sagt áður eru þessar tillögur meingallaðar.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband