Greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustu eykst hjá hópi aldraðra og öryrkja

Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á alþingi frumvarp um þak á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu.Málið hefur tekið miklum breytingum frá því Pétur Blöndal heitinn lagði fram fyrstu hugmyndir sínar um málið.Í fyrst var spítalavist innifalin og nær öll önnur heilbrigðisþjónusta.En í frumvarpinu nú er sjúkrahúsvist undanskilin.Þá er einnig búið að setja inn í frumvarpið mikið af heimildarákvæðum!Meðal annars er gert ráð fyrir,að ráðherra geti ákveðið hámarksgreiðsluþátttökugjald sjúklinga.Það gengur þvert á þróun mála í lagasetningu að veita ráðherra slíkt vald. Málið á að vera í höndum alþingis.

Gert er ráð fyrir,að almennt þak á greiðsluþáttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu verði 95 þúsund á ári. En fyrir aldraðra og öryrkja verði þakið 65 þúsund á ári.

Tilgangur frumvarpsins er að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu hjá þeim sem þurfa mikið á henni að halda vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.Ætlunin er að láta þá bera viðbótarkostnaðinn,sem þurfa lítið að nota heilbrigðisþjónustu.Við umræður um frumvarpið á alþingi var það gagnrýnt,að ekki ætti að láta neitt aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið vegna þess að þak yrði sett á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskostnaði.Kom fram,að kostnaður hjá stórum hópi sjúklinga mundi aukast mikið jafnframt því,sem hann minnkaði hjá öðrum.

Frumvarpið tekur til heilsugæsluþjónustu,dag-og göngudeildarþjónustu,rannsókna,myndgreiningar,þjónustu sérgreinalækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna,sem samið hafa við Sjúkratryggingar Íslands,sjúkraflutninga,tannlækninga barna og lífeyrisþega, og hjúkrun í heimahúsum.Það sem var ókeypis i eldra kerfi verði áfram ókeypis.Börn eiga að fá ókeypis heilbrigðisþjonustu hafi þau tilvísun.Gert er ráð fyrir,að gjöld áveðins hóps lífeyrisþega ( aldraðra og öryrkja) muni hækka úr 50 í 67%.Það kemur auððvitað ekki til greina að hækka gjaldið hjá neinum lífeyrisþegum og mun alþingi væntanlega koma i veg fyrir það.

Það er að sjálfsögðu mikil bót,að ekki sé lengur gert ráð fyrir að fólk þurfi að greiða fyrir spítalavist eins og reiknað var með í eldra frumvarpi. En það þarf einnig að koma í veg fyrir,að sjúkrakostnaður verði hækkaður hjá hópi lífeyrisfólks.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gamall vani gleymist seint og þarna steypir þú eftirlaunafólki og öryrkjum undir sama lífeyrisþega hattinn. Við verðum að gera átak til að venja okkur af þessu. Öryrkjar eru lífeyrisþegar en við eldri borgarar erum fólk á eftirlaunum sem við höfum lagt fyrir á langri starfsævi.

Ég veit þetta er gryfja sem við flest föllum í öðru hvoru en verðum að gera átak til að venja okkur af!

Ísleifur Gíslason (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband