Mánudagur, 18. apríl 2016
Formaður Öbi neitar að taka þátt í gerð frumvarps um ónýtar tillögur!
Formaður Öryrkjabandalags Íslands,Ellen Calmon,hefur hafnað boði um að taka þátt í gerð frumvarps á grundvelli stórgallaðra tillagna um endurskoðun almannatrygginga.Tillögurnar gera ráð fyrir,að lífeyrir öryrkja og aldraðra,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR,verði óbreyttur!Til hvers var barist?Þær reikna með,að skerðing vegna atvinnuþátttöku aukist.Það er 109 þúsund króna frítekjumark á mánuði í dag vegna atvinnutekna öryrkja og aldraðra en það á að fella niður og í staðinn kemur 45% skerðing. Það vill segja,að lífeyrisfólk,(einhleypingar)sem hefur 100 þúsund krónur á mánuði í atvinnutekjur sætir 45 þúsund króna skerðingu. En skerðing er engin í dag.Til hvers var barist.Sá sem hefur 150 þúsund krónur úr lífeyrissjóði mun sæta 67.500 króna skerðingu samkvæmt tillögunum en í dag er skerðingin 66 þúsund krónur.Staðan versnar um 1500 krónur á mánuði.Til hver var barist? Og ef greiðslur úr lífeyrissjóði eru 200 þúsund á mánuði verður skerðingin 90 þúsund krónur á mánuði eða nákvæmlega sú sama og hún er í dag. Til hvers var barist.( Miðað við einheypinga og eftir skatta.)Með öðrum orðum það er ekkert gagn í tillögunum nema að sameina flokka og fækka þeim.En öryrkjar og aldraðir fá engar kjarabætur út úr því að sjá færri flokka.Talsmenn tillagnanna hafa verið að reikna út mismun á nýju kerfi og núverandi kerfi fyrir skatta!
En það eru reikningskúnstir.Við höfum ekkert gagn af þeim. Það segir meira að vita hvernig hlutirnir eru eftir skatta.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.