Er Ólafur Ragnar ómissandi?

Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti fyrir skömmu á Bessastöðum,að hann ætlaði að bjóða sig fram á ný til forseta Íslands þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína.Mér kemur þetta ekki á óvart. Ég þóttist sjá, að þegar Ólafur Ragnar hélt blaðamannafund sinn til þess að niðurlægja Sigmund Davíð væri ætlun hans að fara fram á ný.Hann braut hefðir með því að halda blaðamannafund um trúnaðarsamtöl sín við forsætisráðherra en sá þarna tækifæri til þess að koma þvi á framfæri,að hann hefði haft yfirburðaþekkingu á þeirri "stjórnarkreppu",sem  virtist skollin á og segja má,að Ólagur Ragnar hafi tekið  Sigmund á kné sér í beinni útsendingu af því,að það þjónaði ráðagerð hans um að bjóða sig fram á ný.Eftir blaðamannafundinn sögðu sumir:Ja,það er ljóst,að Ólafur Ragnar verður að vera áfram forseti.Það ræður enginn við þetta nema hann!

Spurningin er sú, hvort ekki sé einfaldast,að setja það í stjórnarskrána,að Ólafur Ragnar verði forseti til æviloka!

Nokkrir blaðamenn spurðu á blaðamannafundinum hvort hann teldi sig ómissandi.Og spurt var hvort nokkur annar réði við embættið.Ekki skiptir máli hverju hann svaraði.En við vitum svörin.

Ólafur sagði nokkrum sinnum á fundinum,að hann mundi taka því vel,ef annar yrði kosinn.En auðvitað veit hann,að með því að bjóða sig fram er hann að loka embættinu fyrir öðrum.Eftir 20 ár í starfi verður erfitt fyrir aðra að sigra.Það veit Ólafur.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband