Þriðjudagur, 19. apríl 2016
Allt að 70% skerðing lífeyris TR vegna atvinnutekna með skattaskerðingu!
Landssamtökin Þroskahjálp gera margvíslegar athugasemdir við nýjar tilllögur um breytingar á almannatryggingum.Þau eru andvíg þvi að frítekjumark vegna atvinnutekna sé afnumið en það er nú 109 þúsund á mánuði.Þau telja 45% skerðingarhlutfall of hátt og benda á,að með sköttum sé skerðingin 70%.
Öryrkjabandalagið skrifaði ekki undir nefndarálitið.Það gerir sömu athugasemdir og Þroskahjálp við skerðingar vegna atvinnutekna og vekur sérstaka athygli á þeirri mismunun sem er gerð með því að láta þá sem eru með 50% örörku halda óskertum lífeyri hjá TR þrátt fyrir atvinnutekjur í hálfri vinnu á meðan 75% öryrkjar sæta fullri skerðingu lífeyris hjá TR ( allt að 70% með sköttum) enda þótt þeir geti í dag unnið fyrir 109 þúsund krónum á mánuði án nokkurrar skerðingar.Þetta þýðir,að að er sagt við þennan hóp öryrkja: Þið megið ekki vinna neitt.Þetta er mismunun og mannréttindabrot,brot á stjórnarskránni.
Öryrkjabandalagið getur ekki samþykkt tillögur nefndarinnar um starfsgetumat;hefur samþykkt sínar eigin tillögur um það ( Virkt samfélag). Og bandalagið bendir á,að endurskoðunarnefndin hefur ekki gert neinar tillögur um leiðréttingu lífeyris vegna kjaragliðnunar liðins tíma. Bandalagið bendir á, að lífeyrir hækkaði hvergi nærri jafnmikið og lægstu laun á sl. ári.Ég er sammála öllum þessum athugasemdum Öbi.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.