"Vigdís getur ekki myndað stjórn"!

Þegar Vigdís Finnbogadóttir,kornung stúlka,fór í framboð til forseta, sögðu spekingarnir:Það gengur ekki,að hún verði forseti. Hún er alveg óreynd í stjórnmálum.Hún getur ekki myndað stjórn.

En Vigdís var kosinn forseti og reyndist einhver besti forseti lýðveldistímans. Hún átti ekki í neinum erfiðleikum með að mynda stjórn. Röksemd Ólafs Ragnars forseta um að erfitt geti orðið að mynda stjórn  eftir kosningar og því verði hann að vera forseti áfram er barnaleg,eins og Þorsteinn Pálsson segir.Hann trúir þessu ekki sjálfur. Það eru aðrar ástæður,sem valda því að Ólafur Ragnar vill verða 24 ár í embætti forseta. (Sjá Facebook)

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband