Eigum að banna Íslendingum að geyma fjármuni í skattaskjólum!

ESA,eftirlitsstofnun EFTA,Fríverslunarsamtaka Evrópu,hefur upplýst,að setja megi i löggjöf bann við því að eiga peninga í skattaskjólum.Helgi Hjörvar formaður þingflokks Samfylkingarinnar skýrði frá þessu á alþingi i gær.Í framhaldi af þvi krafðist Helgi Hjörvar þess,að alþingi bannaði Íslendingum að eiga peninga i skattaskjólum. Hann kallaði eftir aðgerðum af hálfu rikisstjórnarinnar í málinu. En ráðherrar draga lappirnar í málinu og ef til vill er það ekki mjög undarlegt eftir það,sem á undan er gengið.Helgi Hjörvar spurði: Er það forsvaranlegt að fjármálaráðherra landsins stjórni aðgerðum gegn skattaskjólum ? Bjarni Benediktsson svaraði ekki þessari fyrirspurn. En Helgi Hjörvar svaraði fyrir sitt leyti og sagði: Eðlilegast er eftir það,sem á undan er gengið,að ríkisstjórnin fari frá og strax verði gengið til kosninga. Fjármálaráðherra vill ekkert gera í þessu máli.Hann dregur lappirnar enda var hann sjálfur með félag í skattaskjóli.Iðnaðarráðherra Spánar var uppvís að því að hafa verið með félag í skattaskjóli fyrir 20 árum.Hann varð að segja af sér. Það eru aðeins 4 ár frá því fjármálaráðherra lokaði félagi,sem var í skattaskjólum! Munum,að markmiðið með því að koma fjármunum fyrir í skattaskjólum er,að komast hjá skattgreiðslum til samfélagsins og/eða að leyna eignarhaldi á félögunum.Þeir stjórnmálamenn,sem átt hafa félög í skattakjólum verða að fara frá og sækja sér nýtt umboð til kjósenda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband