Hvernær á að kjósa?

Þegar "stigamannastjórnin" var mynduð og tilkynnt í stiganum á alþingi, var sagt,að kosningar yrðu í haust; þinghald kjörtímabilsins stytt um eitt löggjafarþing  og málaskrá lögð fram.Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hefur kjördagur ekki verið  tilkynntur enn og engin málaskrá lögð fram.Forustumenn stjórnarinnar hafa slegið úr og í þegar þeir eru inntir eftir efndum á þessu fyrirheiti.Nú segja þeir aðeins,að stefnt sé að kosningum í haust.

Vinstri grænir hafa lagt fram á alþingi tillögu um að rannsókn fari fram á vegum alþingis á því hvaða íslensk félög eru í skattaskjólum.Tillagan hefur fengið góðar undirtektir hjá stjórnarandstöðunni,.t.d mælti Össur Skarphéðinsson með tillögunni. Kastljósið vegna skattaskjóla hefur beinst að Íslandi meira en að nokkru öðru landi vegna þess,að íslenskir ráðherrar reyndust eiga félög í skattaskjólum.En samt hefur alþingi ekkert gert í málinu enn! Ráðherrar slá úr og í. Er ekki kominn tími til að hefja rannsókn á málinu og banna Íslendingum að vista félög í skattaskjólum?

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þingmenn vilja rannsaka sjálfa sig og aðra, með rannsóknarfólks-teymi sem er "réttu" megin í pólitíkinni? Og svo vilja sumir dómsstóla/háskóla-hliðhollir felulitaembættismenn bara dæma þá sem eru "röngu" megin í pólitíkinni?

Sama gamla uppskriftin?

Eða er kannski kominn tími til að embættisbáknið svíkjandi, fjölbreytilega og hættulega verði virkjað með ópólitísku hæfu og vönduðu fólki? Fólki sem ekki hefur verið keypt/mútað/hótað af valdamiklum svíkjandi lögfræðingum og dómstólamafíu embætta/lífeyrisráns-Íslands-ríkisins bankastýrða? Lífeyrissjóðir og bankar eru nefnilega virkir í skattaskjólum. Lítið talað um það verktaka-spillta rugl?

Á kannski að bíða þar til vandinn verður enn meiri, hættulegri og flóknari?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.4.2016 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband