76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!

 

Það vakti mikla athygli á síðasta ári,þegar heyrnarlaus stúlka,Snædís Hjartardóttir,vann mál gegn ríkinu,þar eð hún hafði ekki fengið lögbundna túlkaþjónustu.Menntamálaráðuneytið hafði neitað að greiða henni fyrir túlkaþjónustu,sem hún átti rétt á.Ráðuneytið bar þvi við, þegar synjað var um túlkaþjónustu, að fjámunir væru ekki til.Mál var höfðað á þeim grundvelli, að samkvæmr 76.grein stjórnarskrárinnar ætti heyrnarlausa stúlkan rétt á aðstoð ríkisins. En í umræddri grein stjórnarskrárinnar segir,að þeir sem þurfi á aðstoð  ríkisins að halda skuli fá hana.Þegar ríkið sagði fyrir héraðsdómi, að ekki hefði verið unnt að veita túlkaþjónustuna, þar eð peningar hefðu ekki verið til, sagði héraðsdómur,að það skipti ekki máli.Það væri stjórnarskrárvarinn réttur stúlkunnar að fá túlkaþjónustu.Þess vegna ætti hún að fá hana.

 Gildir ekki það sama  um lífeyri þeirra eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, ef sá lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði,lyfjum og lækniskostnaði? Jú,það tel ég. 76.grein stjórnarskrárinnar gildir um þessa aðila á sama hátt og hún gilti um heyrnarlausu  stúlkuna. Það liggur fyrir, að lífeyrir að fjárhæð 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt,sem einhleypir ellilífeyrisþegar fá frá TR, dugar ekki fyrir framangreindum útgjöldum. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur upplýst, að algengt sé að einverjir úr þessum hópi hafi samband við skrifstofu félagsins í lok mánaðarins og skýri frá þvi, að þeir eigi ekki fyrir lyfjum eða læknishjálp eða jafnvel ekki fyrir mat.Þetta er mannréttindabrot og brot á stjórnarskránni að mínu mati og íslensku þjóðfélagi til skammar, að þetta skuli látið viðgangast.Þetta gerist þó ráðamenn segi, að allir hagvísar þjóðarbúsins séu hagstæðir og afgangur á fjárlögum ríkisins. Samkvæmt því virðast aldraðir og öryrkjar, sem eingöngu hafa tekjur frá TR ,látnir sitja á hakanum.

Í 76.grein stjórnarskrárinnar segir: Öllur,sem þess þurfa,skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli,atvinnuleysis,örbirgðar og sambærilegra atvika.Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun,sem velferð þeirra krefst.-Þessi grein hefur verið túlkuð svo, að aldraðir og öryrkjar eigi rætt á þeim lífeyri frá almannatryggingum,sem dugi til framfærslu.Veita á einnig aðstoð vegna sambærilegra atvika og tryggja almenna menntun.Þetta dugði til þess að heyrnarlausa stúlkan ætti rétt á túlkaþjónustu og það ætti að duga til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum nægilegan lifeyri.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sannarlega hárrétt og hreinlega með ólíkindum að þau hagsmunasamtök sem að þeim standa er verst eru staddir í samfélaginu skulu ekki vera duglegri að sækja rétt þeirra fyrir dómstólum. ÖBÍ hefur staðið sig einna best í þeirri baráttu að mínu mati en betur má ef duga skal. Það er ekki nóg að vera meðvituð um réttindi okkar við þurfum að sækja þau líka. Einstaklingur sem sýnt getur fram á að hann getur engan veginn framfleitt sér á þeim launum sem honum eru skömmtuð, á skilyrðislausan rétt samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og ég ítreka og takið nú eftir,  við erum að tala um Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 þá réttarheimild sem er öllum öðrum réttarheimildum æðri og ber að fara eftir undantekningarlaust og þar skiptir engu þótt einhv. önnur sett lög frá löggjafanum eða eitthvert ráðherraregluverk segi eitthvað annað Stjórnarskráin er ávalt í fyrsta sæti þegar kemur að því að meta rétthæð réttarheimildanna sem byggt er á hverju sinni. Þess vegna veitir 76. gr. okkur skilyrðislausan ef við þurfum á að halda. sbr. Öllum sem þess þurfa skal tryggður réttur.......o.s.frv. 

Inga Sæland (IP-tala skráð) 21.4.2016 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband