Ekkert gert til þess að leysa vanda heilbrigðiskerfisins!

Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til þess að leysa risavaxin vandamál heilbrigðiskerfisins.Landspítalinn er sprunginn.Hjúkrunarheimilin vantar milljarða til þess að reksturinn standi undir sér,langir biðlistar eru eftir rými á hjúkrunarheimilum og algert vandræðaástand er í geðheilbrigðismálum barna.Þar eru langir biðlistar.

Enda þótt 85 þúsund Íslendingar hafi skrifað undir það hjá Kára Stefánssyni að þeir vildu,að meira fjármagn væri sett í heilbrigðiskerfið svo það stæði jafnfætis öðrum Norðurlöndum á þvi sviði, hefur ríkisstjórnin ekkert gert með það.Ekkert meira fjármagn hefur verið sett í heilbrigðismálin.Það eina,sem heilbrigðisráðherrann hefur gert eftir aðgerðarleysi í heilsugæslumálum í 3 ár er að bjóða út 3 heilsugæslustöðvar meðal einkaaðila en ríkið á að borga reksturinn.Sagt var í 3 ár,að engir pen ingar væru til í því skyni að efla heilsugæsluna en þegar allt i einu voru til peningar var það til þess að fá einkaaðilum 3 heilsugæslustöðvar!

Einkaaðili,sem braskað hefur með sjúkrahótel,sem sjúkratryggingar samþykktu, lokar eftir nokkra daga.Hringt var til heilbrigðisráðherra,sem staddur var í New York, til þess að athuga hvað gert yrði í því máli. Hann var ráðalaus.

Það er sama hvar borið er niður í heilbrigðiskerfinu.Alls staðar ríkir vandræðaástand. En samt gumar ríkisstjórnin af góðri stöðu og er helst að heyra á ráðherrunum,að aldrei hafi verið önnur eins gósentíð.Þó nokkrir af ráðherrunum hafi verið teknir í bólinu,uppvísir að þvi að eiga félög í skattaskjólum til þess að komast hjá skattgreiðslum til íslensks samfélags, missa þeir ekki móðinn í þvi að hæla afrekum sínum í landsmálunum.Afrekaskrá þeirra er einstök innan lands sem utan!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband