9 milljarða vantar til reksturs hjúkrunarheimilanna!

Stjórnvöld hafa um langt skeið haldið hjúkrunarheimilunum í fjársvelti. Heimilin hafa verið undirmönnuð og sérstaklega hefur landlæknir bent á,að það vantaði fagfólk á hjúkrunarheimilin.42 hjúkrunarheimili voru rekin með tapi 2013 en 13 með hagnaði.Hrafnista og Mörk,hjúkrunarheimili,fengu ráðgjafarfyrirtækið Nolta til þess að framkvæma kostnaðargreiningu á hjúkrunarheimilum,sem uppfylltu allar opinberar kröfur til þjónustunnar.Ráðgjafarfyrirtækið er kunnugt rekstri heilbrigðisstofnana. Niðurstaða Nolta var sú,að það vantaði 9  millljarða í rekstur hjúkrunarheimilanna.Embætti landlæknis setur reglur um lágmarkskröfur,sem hjúkrunarheimilin verða að uppfylla.Talsvert vantar upp á hjá mörum heimilum,að þessar kröfur séu uppfylltar,einkum vantar fleira fagfólk,t.d. hjúkrunarfræðinga.

Nýlega voru þessi mál rædd á alþingi og var þá gerð hörð hríð að  heilbrigðisráðherra vegna þess ófremdarástands,sem ríkir í rekstri hjúkrunarheimila.Ríkisstjórnin hefur lofað að veita auknu fjármagni til heimilanna á þessu ári. En rekstrarstöðvun blasir við hjá sumum heimilanna verði ekki brugðist skjótt við.

Rekstur hjúkrunarheimila er mjög mikilvægur.Aðstandendur sjúkra eldri borgara reyna að hugsa um sjúklingana sem lengst i heimahúsum enda þótt heimahjúkrun sé einnig undirmönnuð.En síðan kemur alltaf að hjá öllum að leita verður til hjúkrunarheimila og þá þarf sá rekstur að vera í lagi.

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband