Sunnudagur, 24. apríl 2016
Ætlum við að láta bjóða okkur þetta lengur ?
Almannatryggingar á Íslandi standa slíkum tryggingum í grannlöndum okkar langt að baki.Grunnlífeyrir er fjórum sinnum hærri í nágrannalöndum okkar en hér.Miklar tekjutengingar eins og hér tíðkast finnast ekki á hinum Norðurlöndunum.Það er verið að skammta öldruðum og öryrkjum svo naumt hér,að þeir geta ekki lifað af lífeyrinum.Þeir,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, hafa aðeins 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt,einhleypingar.Þeir,sem eru í hjónbandi eða sambúð fá 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús.Og þeir,sem hafa veikan lífeyrissjóð eru lítið betur settir,þar eð Tryggingastofnun skerðir lífeyri þeirra svo mikið.Eldri borgarar krefjast þess,að skerðingu lífeyris hjá TR vegna lífeyrissjóðs verði þegar í stað hætt.Og lífeyrir TR verði hækkaður svo mikið,að hann dugi til framfærslu. Skerðing lífeyris er til skammar og ekki unnt að nefna hana annað er eignaupptöku.Það er verið að taka af lífeyrisfólki lífeyrissparnað,sem fólkið á.Það er ígildi eignaupptöku.Það er verið að eyðileggja ævisparnað fólks.Og það er verið að halda þeim verst settu við fá tækramörk.Ætla menn að láta þetta yfir sig ganga.Það er kominn tími til þess að segja: Hingað og ekki lengra!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.