Mánudagur, 25. apríl 2016
Skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum 80 milljarða?
Árið 1995, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra, beitti hann sé fyrir því, að skorið væri á bein tengsl milli lágmarkslauna verkafólks og lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir sjálfvirkt í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Breytingin fól það í sér, að framvegis skyldi tekið mið af launaþróun en lífeyrir aldrei hækka minna en laun eða verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Davíð sagði, að nýja kerfið yrði hagstæðara öldruðum og öryrkjum. En það fór á annan veg.
2006,þegar 11 ár voru liðin frá breytingunni, var það reiknað út hvað aldraðir og öryrkjar hefðu tapað miklu á breytingunni.Þá kom í ljós,að þeir höfðu tapað 40 millörðum! Með öðrum orðum: Þeir hefðu fengið 40 milljörðum meiri lífeyri,ef gamla kerfið hefði áfram verið í gildi.Miðað við yfirlýsingar ráðamanna 1995 áttu aldraðir og öryrkjar þá þessa upphæð inni hjá ríkinu 2006. En hvað skyldi tapið vera mikið síðan.Að mínu mati eru það a.m.k aðrir 40 milljarðar.Inni í þvi er kjaragliðnun krepputímans,sem stjórnarflokkarnr eru ekki farnir að borga enn og fleiri kosningaloforð,sem gefin voru 2013.Auk þess hefur bætst við kjaragliðnun 2013-2015. Aðeins síðasta ár var kjaragliðnun 11,5% prósentustig en þá hækkuðu lágmarkslaun um 14,5 % en lífeyrir um 3%.
Það er haldið áfram að níðast á öldruðum og öryrkjum.Það er kominn tími til þess að stjórnvöld geri upp skuldina við aldraðra og öryrkja. Skuldin er a.m.k. 80 milljarðar.Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá hana greidda strax.Þeir hafa ekki efni á að lána ríkinu þetta lengur.Kjör þeirra leyfa það ekki.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.