Þriðjudagur, 26. apríl 2016
Eldri borgarar þurfa a greiða meira en áður fyrir heilbrigðisþjónustu!
RUV segir frá því,að 37 þúsund aldraðir þurfi að greiða meira en áður fyrir heilbrigðisþjónustu verði frumvarp heilbrigðsráðherra að lögum.Greiðsluþátttaka þeirra muni aukast.Frumvarp ráðherra er þannig,að engir nýir fjámunir eigi að fara inn í kerfið heldur eigi að jafna greiðsluþátttökuna,þannig,að þeir sem hafi greitt minna muni borga meira og þeir sem borgað hafi mest muni borga minna.En kjör aldraðra eru þannig,að þeir geta ekki tekið á sig aukinn kostnað til þess að hjálpa þeim,sem fá hæstu reikningana.Það verður að fara aðra leið í því efni og eðlilegast að greiða úr ríkissjóði upphæð til þess að lækka hæstu reikningana. Svo ætlar ráðherra einnig að hækka ýmis gjöld önnur í heilbrigðiskerfinu svo sem gjöld fyrir magaspeglun og ristilspeglun.Þau gjöld eru nægilega há fyrir.En það er allt á sömu bókina lært í þessum tillögum ráðherra.
Stjórnvöld verða að átta sig á því,að á meðan öldruðum og öryrkjum er skömmtuð hungurlús til þess að lifa af þýðir ekki að hækka gjöld þeirra í heilbrigðiskerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Það er aðeins ein leið fær í hækkunum sjúkrakostnaðar hjá þeim tekjulægstu- fara ekki til læknis- kaupa ekki lyf engir peningatr til og deyja bara heima. Það virðist lik VERA STEFNA rÍKISSTJÓRNAR- LOSNA VIÐ AFÆTUR Á ÞEIRRA RÍKISFJÁRHIRSLU.
Erla Magna Alexandersdóttir, 26.4.2016 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.