Þriðjudagur, 3. maí 2016
Stjórn Sigurðar Inga jafn neikvæð og stjórn Sigmundar Davíðs
Ríkisstjórn Sigurðar Inga er jafn neikvæð eldri borgurum og öryrkjum eins og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs var.Þar hefur engin breyting orðið á. Fyrsta yfirlýsing Sigurðar Inga í sjónvarpi var sú,að ríkisstjórnin væru búin að efna öll kosningaloforðin og þar á meðal við aldraða og öryrkja.Þetta sagði hann blákalt þó ekki væri fótur fyrir því.Við vitum hvað svona orðalag heitir á góðri íslensku.
Stærsta kosningaloforðið við aldraða og öryrkja er óuppfyllt,að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Kostar 20-25%hækkun lífeyris.Og stærsta kosningaloforðð Framsóknar við kjósendur almennt er einnig óuppfyllt þ.e. að efnema verðtrygginguna.
Ill var hans fyrsta ganga má segja um fyrstu yfirlýsingar Sigurðar Inga. Þær eru hrein ósannindi.
Aldraðir og öryrkjar verða að hugsa sinn gang nú þegar stutt er í kosningar.Þeir þurfa að fylgjast með því hvaða flokkar taka upp þeirra kjaramál.Það er stanslaust verið að níðast á öldruðum og öryrkjum.Grunnlífeyrir í grannlöndum okkar er 3-4 sinnum hærri en hér og lífeyrir almenn nær tvöfalt hærri en hér t.d. í Noregi.
Hér er lífeyri haldið svo niðri,að ekki er unnt að lifa af honum,fyrir þá sem eingöngu hafa tekjur TR og því mannréttindi brotin á öldruðumn og öryrkjum.Þetta verður að leiðrétta í kosningunum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.