Föstudagur, 6. maí 2016
Eldri borgarar hafa mikið afl,ef þeir standa saman
Þingkosningar fara fram i oktober n.k.Það er alveg orðið ljóst,að stjórnarflokkarnir ætla ekki að standa við stóru kosningaloforðin,sem þeir gáfu eldri borgurum og öryrkjum fyrir síðustu kosningar,2013.Þeir hundsa eldri borgara og öryrkja.
Eldri borgarar eru nú 37 þúsund talsins.Ef þeir standa saman hafa þeir gífurlegt afl.Hvernig eiga þeir að nota þetta afl sitt? Þeir geta gefið stjórnmálamönnum eitt tækifæri enn: Ákveðið að styðja þá stjórnmálaflokka,sem styðja kjaramál aldraðra og öryrkja en það verður þá að afgreiða þau mál fyrir kosningar.Reynslan kennir eldri borgurum,að ekkert þýðir að treysta á loforð.Þau hafa verið svikin og yrðu sennilega svikin á ný. Þess vegna er öruggast að fá efndir fyrir kosningar.Ekki er þó nóg að fá efndir á gömlum loforðum,heldur verður einnig að framkvæma ný kjaramál eldri borgara,sem þeir leggja áherslu á í dag,til dæmis stórhækkun lífeyrs svo unnt sé að lifa af honum.Ríkisstjórnin hefur svikist um að hækka lífeyrinn nægilega mikið og endurskoðunarnefnd almannatrygginga hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu.Þetta er stærsta kjaramálið,stærsta baráttumálið.Ef alþingi stórhækkar lífeyrinn geta eldri borgarar og öryrkjar tekið stjórnmálamenn i sátt,annars ekki.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.