Fimmtudagur, 12. maí 2016
Ný kjaragliðnun 2015 og 2016,sem nam 8 prósentustigum!
Björgvin Guðmundsson var gestur hjá 60+ í Reykjavík í gær.Flutti hann þar erindi um kjaramál aldraðra.Hann rakti þróun kjaramála aldraðra árin 2015 og 2016 og bar saman við þróun launa á almennum vinnumarkaði.Niðurstaða hans var sú, að lægstu laun hefðu hækkað um 20,7% á þessu tímabili en lífeyrir aðeins um 12,7%. Það hefði því orðið 8 prósentustiga kjaragliðnun á þessu tímabili, sem bættist við kjaragliðnun krepputímans.Alls þyrft að hækka lífeyri um rúmlega 30% til þess að leiðrétta alla þessa kjaragliðnun.
Björgvin rakti einnig kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir og Bjarni Benediktsson gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.En loforðin voru þessi:
- Lífeyrir skyldi hækkaður strax ( 2013 ) vegna kjaragliðnunar krepputímans, 2009-2013, sem aldraðir og öryrkjar máttu sæta.
- Öll kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá árinu 2009 skyldi afturkölluð.Um sex atriði var að ræða.
- Allar tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga skyldu afnumdar.Það var loforð, sem Bjarni Benediktsson gaf öldruðum í bréfi til þeirra 2013. Hér var um að ræða skerðingu lífeyris TR vegna lífeyrissjóðsgreiðslna ,atvinnutekna og fjármagnstekna.
Öll stærstu kosningaloforðin hafa verið svikin. Ríkisstjórnin efndi aðeins 2 atriði undir 2.lið.
Björgvin ræddi einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja þyrfti að vera hár ssvo unnt væri að lifa þokkalega af honum.Taldi hann,að miða ætti við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt henni notar einhleypingur 321 þúsund krónur á mánuði til jafnaðar til neyslu. Húsnæði er inni í þeim lið. En ekki skattar.Þessi tala er því sambærileg lífeyrisupphæð almannatrygginga eftir skatta,sem er 207 þúsund hjá einhleypingum. Mismunur er 114 þúsund á mánuði eftir skatta.Það er sú upphæð sem aldraða og öryrkja vantar á mánuði miðað við neyslukönnun Hagstofunnar.
Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.