Fimmtudagur, 12. maí 2016
Uppgjafatónn formannsframbjóðanda
Magnús Orri Schram,sem er í framboði til formanns í Samfylkingunni skrifar grein í Fréttblaðið í dag,sem einkennist af uppgjafatón.Slæmar skoðanakannanir hafa farið illa með Magnús og fleiri í Samfylkingunni.Athyglisvert er, að bera saman Framsókn og Samfylkinguna.Framsókn hefur tapað miklu meira fylgi en Samfylkingin frá síðustu kosningum.Framsókn virðist hafa tapað 17-18 prósentustigum frá síðustu kosningum. Samfylkingin hefur tapað 6 prósentustigum .En Framsóknarmenn virðast sallarólegir þrátt fyrir það. Þeir segja alltaf: Við fáum miklu meira í kosningum en i könnunum.Þetta er góð trú.Forustumenn Samfylkingarinnar eru ekki eins trúaðir. En þeir verða að taka sér tak. Og þeir þurfa að leggja meiri áhersu á mál jafnaðarstefnunnar, svo sem eflingu almannatrygginga og fyrst og fremst bætt kjör þeirra lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja,bætt kjör láglaunafólks,félagslegar lausnir í húsnæðismálum ( endurreisn verkamannabústaðakerfis),aukinn jöfnuð í þjóðfélaginu með aðgerðum í skattamálum og fleiri ráðstöfunum o.s.frv. Einnig á Samfylkingin að hefja strax viðræður við aðra flokka á vinstri vængnum um kosningabandalag í þingkosningunum í haust. Það er ekki nóg að tala um einhvers konar samstarf. það þarf að koma því í framkvæmd og láta hendur standa fram úr ermum.Það er enginn tími fyrir aðgerðarleysi.Það er stuttur tími til stefnu.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.