Vextir eru of háir hér á landi

Seðlabankinn tilkynnti í gær,að peningastefnunefnd hefði ákveðið,að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir,5,75%.Þetta gerist enda þótt verðbólga sé  nú aðeins 1,6% og hafi verið undir verðbólgumarkmiðum bankans í 2 ár.Á sama tíma eru vextir í Evrópu víða undir 0%,t.d. í Svíþjóð.Rök Seðlabankans fyrir því að halda háum vöxtum eru þau, að verðbólga geti aukist  innan ekki langs tíma!

Það verður að krefjast þess,að vextirnir verði lækkaðir.Það er beint hagsmunamál almennings,íbúðareigenda,að vextir verði lækkaðir.Greiðslur af íbúðalánum haldast of háar á meðan vextir eru svona háir.Kostnaður af íbúðalánum er miklu hærri hér en í nokkru nálægu landi vegna mikils vaxtakostnaðar hér.Krafan er því: Lægri vexti.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband