Bönnum þátttöku Íslendinga í félögum í skattaskjólum!

Fjármálaráðherra,Bjarni Benediktsson,hefur haldið því fram á alþingi,að unnt væri að vera með löglega starfsemi í skattaskjólum.Hann hefur sagt,að þeir,sem væru í skattaskjólum og greiddu sína skatta af starfsemi þar,væru með löglega starfsemi. En við þyrftum hins vegar að hafa hendur í hári hinna,sem  stunduðu skattsvik í skattaskjólum.Þetta hljómar fallega.En þetta stenst ekki. Það fer enginn með fjármuni í skattaskjól til þess að greiða Íslandi alla tilskylda skatta af tekjum og eignum,sem þar er komið fyrir. Menn fara með fjármuni sína í skattakjól til þess að sleppa við skatta eða til þess að greiða lægri skatta en gilda á Islandi.Með öðrum orðum: Menn eru að koma sér undan skattgreiðslum á Íslandi og koma skattgreiðslunum yfir á aðra.Sá, sem stofnar félag í skattaskjóli fyrir milligöngu lögfræðistofu í Panama eða annarrar lögfræðistofu, þarf ekki að gefa upp neinar tekjur eða eignir og hann þarf ekki að skila skattskýrslu,bókhaldi eða ársreikningi.Íslendingur,sem er með félag í skattaskjóli hefur það algerlega i hendi sér hvort hann gefur eitthvað upp til skatts á Íslandi og hvað mikið ef hann skilar skattskýrslu.Ef hann hefur 10 milljarða í tekjur getur hann sagt,að hann hafi 1 milljón eða 500 þúsund og síðan sagt,að hann hafi skilað skattskýrslu og greitt skatta.Þegar Bjarni Benediktsson er að leggja blessun sína yfir " löglega" starfsemi i skattaskjólum er hann að blessa slík undanskot frá skatti.

Bretar hafa nú tekið forustu í baráttu gegn starfsemi í skattaskjólum og hvers konar spillingu.Íslendingar þurfa einnig að grípa til rótttækra ráðstafana gegn þátttöku í skattaskjólum. Við eigum að setja lög sem banna þátttöku Íslendinga í aflandsfélögum og skattaskjólum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband