Kvótakóngarnir hirða 33 milljarða árlega af sjávarauðlindinni!

 

 

Þegar kvótakerfið var lögleitt var ákveðið að láta tiltölulega fáa útgerðarmenn fá kvótana  og margir urðu útundan. Miðað var við veiðireynslu nokkur undanfarandi ár.Þetta þýddi, að þeir sem voru að byrja útgerð fengu enga kvóta. Það var því í upphafi lokað fyrir nýliðun.Þetta var mjög ranglátt kerfi. Menn fengu kvótana án endurgjalds. Það var því verið að úthluta til fárra gæðum,sem voru takmörkuð og eign allrar þjóðarinnar. Fljótlega var ákveðið að heimila framsal á kvótum.Það opnaði fyrir kaup og sölu kvóta og var þá farið að braska með kvótana.Síðan gerðist það, að eftir ákveðinn tíma seldu sumir útgerðarmenn kvóta sína og fóru út úr greininni.Með öðrum orðum : Menn,sem höfðu fengið úthlutað fríum kvótum,leigukvótum seldu þá eins og þeir væru þeirra eign og þeir stórgræddu á sölunni.

Í dag  „eiga“ innan við 100 manns alla kvótana og fá 33 miljjarða í arð af sjávarauðlindinni árlega , (2015)  enda þótt þessi auðlind sé sameign þjóðarinnar.  Þeir útgerðareigendur,sem fá stærsta skammtinn eru þessir: Þorsteinn Már Baldvinsson,Samherja,10 milljarðar, Kristján V.Vilhelmsson, Samherja,10 milljarðar,Helga S.Guðmundsdóttir,Samherja , 10 milljarðar,Guðmundur Kristjánsson,Brimi 10 milljarðar,Gunnar Tómasson,Þorbirni,5,6 milljarðar,Eiríkur  Tómasson,Þorbirni 5,6 milljarðar,Gerður Sigríður Tómasdóttir,Þorbirni,5,6 milljarðar,Guðbjörg Matthíasdóttir,Ísfélagið, 5 milljarðar.Kristján Loftsson,HB  Grandi,2,7 milljarðar og Birna Loftsdóttir,HB Grandi,2,7 milljarðar. (Byggt að hluta á upplýsingum úr Fréttatímanum)

Á sama tíma og framangreindir einstaklingar stórgræða á sjávarauðindinni, sem þjóðin á, hefur þjóðin ekki efni á að halda uppi sambærilegu heilbrigðiskerfi og grannþjóðir okkar  og  þjóðin  „ hefur ekki efni á „ að greiða öldruðum og öryrkjum mannsæmandi lífeyri ! Það eru nógir peningar til. Það þarf aðeins að skipta þeim réttlátlega milli þegnanna.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband