Fimmtudagur, 19. maí 2016
Aldraðir hafi sömu kjör og á hinum Norðurlöndunum
Leiðtogar rikisstjórnarinnar tala nú mikið um það hve allt sé hér í miklum blóma.Einkum benda þeir á mikinn hagvöxt en einnig góða afkomu ríkissjóðs.Peningar streyma inn.Undir slíkm kringumstæðum á að vera auðvelt að veita öldruðum og öryrkjum sömu kjör hér og á hinum Norðurlöndunum. En mikið vantar á, að svo sé.
Skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna tekna lífeyrisþega af atvinnu þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.Í Danmörku og Finnladi er 30 % skerðing atvinntekna eftir 490 þúsund króna frítekjumark.Við hljótum að geta fetað í fótsport hinna Norðurlandanna í þessu efni.Við eigum raunar að ganga lengra og afnema tekjutengingar með öllu eins og Bjarni Benediktsson lofaði í kosningunum 2013, að gert yrði.
Síðan á auðvitað að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja hér til samræmis við lífeyri á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi fá allir grunnlífeyri þó þeir hafi tekjur.Lífeyrir er þar 124 þúsund krónur á mánuði,skattfrjáls. Grunnlífeyrir er svipaður í Svíþjóð og í Danmörku en tæpar 100 þúsuns krónur á mánuði í Finnlandi.Hér er grunnlífeyrir innan við 40 þúsund krónur á mánuði.
Heildarlífeyrir aldraðra í Noregi er 185 % hærri en hér.Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda,að þau tryggi öldruðum og öryrkjum sömu kjör og þessir aðilar njóta á hinum Norðurlöndunum. Þess vegna á lífeyrir aldraðra og öryrkja hér að hækka upp í það sem hann er á hinum Norðurlöndunum og afnema á tekjutengingar.-Það er ekki nóg að guma af góðu efnahagsástandi á Íslandi,ef þegnarnir njóta þess ekki. Þeir eiga fyrst og fremst að njóta þess,sem lögðu grundvöllinn að þjóðfélaginu.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.