Sjálfstæðisflokkurinn má muna fífil sinn fegri!

!

Óli Björn Kárason skrifar grein í Morgunblaðið i gær um uppáhaldsumræðuefni hægri manna, þ.e. slæmar fylgiskannanir Samfylkingarinnar að undanförnu.Meðal annars birtir hann línurit um þróun fylgis Samfylkingarinnar á ákveðnu árabili.Ég ráðlegg honum að birta til hliðsjónar línurit af fylgi Sjálfstæðisflokksins á ákveðnu tímabili. Óli Björn yrði hissa, ef hann gerði það. Fylgishrap Sjálfstæðisflokksins úr 40% fylgi í 20-25% kæmi vel út á linuriti og yrði Óla Birni til uppörvunar!.Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað 15-20 prósentustigum.Samfylkingin hefur tapað 4 prósentustigum frá síðustu alþingiskosningum.Sjálfstæðisflokkurinn var með 42,4% fylgi 1956, sama fylgi 1959.Árið 1999 var fylgið 40,7%.Árið 2009 hrapað fylgið í 23,7% og 2013 var fylgið 26,2%.Flokkurinn má því muna fífil sinn fegri.Það er er nægilegt verkefni að kanna orsakir fylgistaps Sjálfstæðisflokksins. Og ekki tekur betra við, ef athugað er fylgi flokksins í Reykjavík þar sem flokkurinn var áratugum saman með yfir 50% fylgi. En nú er Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavik orðinn smáflokkur.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega átt sín erfiðleikatímabil. Þegar Albert Guðmundsson klauf Sjálfstæðisflokkinn og stofaði eigin flokk hrapaði fylgi Sjálfstæðisflokksins niður. Og nú eftir nokkra daga verður stofnaður nýr flokkur, sem að hluta til er klofningur út úr Sjálfstæðisflokknum , þ.e  Viðreisn. Þar eru i fyrirsvari menn, sem voru í Sjálfstæðisflokknum en hafa hrakist úr flokknum vegna þess, að flokkurinn hefur traðkað á gömlum gildum þess flokks. Meðal annars fóru þeir úr flokknum vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn snérist gegn Evrópusambandinu og sveik kosningaloforð um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.Þessi nýi flokkur mun örugglega fá eitthvað fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Óli Björn ætti þvi að bíða með að hlakka yfir stöðu stjórnmálaflokkanna.Ef til vill ætti hann að taka til við að gera línurit yfir fylgishrap samstarfsflokksins, Framsóknar,þegar hann er búinn með línuritið yfir fylgistap Sjálfstæðisflokksins.Það gæti verip fróðlegt línurit.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband