Nokkur þúsund lífeyrisþega missa grunnlífeyrinn

Ef tillögur um endurskoðun almannatrygginga ná fram að ganga missa nokkur þúsund lífeyrisþegar grunnlífeyri sinn.Stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir kosningarnar 2013 að endurreisa grunnlífeyrinn,þ.e. láta hann ekki falla niður vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það var samþykkt á sumarþinginu 2013 en það stendur ekki lengi, þar eð fella á grunnlífeyrinn aftur niður um næstu áramót nái tillögurnar fram að ganga. Miðað er við þá sem hafa lífeyrissjóðsgreiðslur 400 þús á mánuði eða meira.Þeir munu missa grunnlífeyrinn.Stjórnarflokkarnir hafa "gleymt" kosningaloforðinu. Raunar hafa þeir svikið flest kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum og þar á meðal stærstu loforðin, leiðréttingu lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans og afnám tekjutenginga almannatrygginga.Þetta eru mikil svik.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband