Laugardagur, 16. júlí 2016
Launahækkanirnar: Fær 32 milljónir í vasann strax!
Almenningur er mjög hneykslaður á gífurlegum launahækkunum forstöðumanna ríkisstofnana og nefndaformanna,sem kjararáð ákveð fyrir skömmu.Það er ekki aðeins,að launin hækki um allt að 48% á mánuði heldur er hækkunin greidd 19 mánuði aftur í tímann. Umræddir forstöðumenn ríkisstofnana fá því 25-32 milljónir í vasann hver.Fyrir skömmu fengu æðstu embættismenn stjórnarrrásins svipaðarhækkanir. Eftir hækkunina eru þeir hæstu með 1,7 milljónir á mánuði.
Þetta gerist á sama tíma og stjórnvöld þverskallast við að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja,sem er 185-207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Þeir sem eingöngu hafa þessar tekjur geta ekki dregið fram lífið án aðstoðar ættingja,hjálparstofnana eða annarra.En þrátt fyrir það situr ríkisstjórnin með hendur í skauti og gerir ekkert.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.