Miðvikudagur, 31. ágúst 2016
Svik fyrir 10 árum-svik nú!
Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt að hætta ætti tekjutengingu lífeyris eldri borgara og stefna að afnámi allra tekjutenginga bóta eldri borgara.Ekkert hefur verið gert í þessu máli.Sjálfsagt hefur þessi ályktun aðeins verið sýndarmennska.Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson borgarfulltrúi gagnrýnir nú flokksforustu Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir að standa ekki við þessa ályktun flokksins.Mbl.tekur undir þá gagnrýni.Tekjutengingar lífeyris eldri borgara valda þeim miklu tjóni og tímabært er að afnema þær að mestu eða öllu leyti.Til dæmis ætti strax að afnema skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og draga ætti stórlega úr skerðingum vegna fjármagns tekna.Fyrst og fremst ætti þó að auka stórlega möguleika eldri borgara á að vinna sér inn nokkrar aukatekjur án þess að lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun væri skertur.Í Svíþjóð eru engar tekjutengingar við lífeyri eldri borgara frá Trygggingastofnun.Stjórnvöld guma mikið af góðu ástandi hér og hvað Íslendingar séu ríkir.Við ættum því að geta afnumið tekjutengingar eins og Svíar.
framangreint er úr blaðagrein,sem ég skrifaði í Mbl,ekki núna,þó efnið passi vel við daginn í dag,heldur úr grein,sem eg ritaði fyrir 10 árum.En það er athyglisvert hvað hlutirnir eru líkir.Sjálfstæðisflokkurinn var að lofa afnámi tekjutengingar fyrir 10 árum og hann er að lofa því nú.Og borgarfulltrúi flokksins og Morgunblaðið gagnrýndu Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um afnám tekjutengingar.Sagan endurtekur sig.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.