Mánudagur, 12. september 2016
Allir fengu miklar hækkanir nema aldraðir og öryrkjar.Ekki jafnrétti
Sveinbjörn Eyjólfsson fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar þá ráðherra,býður sig fram til formanns gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Sveinbjörn segist leggja mesta áherslu á grunnngildi Framsóknarflokksins,félagshyggju og jafnrétti.Spurningin er þessi: Er það í samræmi við þessi grunngildi,að skilja aldraðra og öryrkja eftir í kjaramálum,þegar allar aðrar stéttir eru að fá miklar kjarabætur.En þannig var það 2015,þegar lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% frá 1.mai og allar aðrar stéttir fengu miklar hækkanir, sumar meira en þetta og alþingismenn,ráðherrar og embætismenn fengu miklar kauphækkanir greiddar 9 mánuði til baka.Tillaga um að veita öldruðum og öryrkjum einnig afturvirkar hækkanir til baka voru felldar af ríkisstjórn Framsóknarflokksins og þingmeirihluta.Varla var þetta í samræmi við jafnrétti og félagshyggju.lífeyrisþegar fengu 3 % hækkun 1.janúar 2015 en enga frekari hækkun á árinu þrátt fyrir gífurlega miklar hækkanir allra annarra.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.