Sunnudagur, 18. september 2016
"Frumvarpið herðir sultaról hinna verst settu"
Harpa Njáls félagsfræðingur hefur ritað Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra opið bréf um frumvarpið um almannatryggingar.Hún segir: "Boðaðar breytingar munu herða sultaról hinna verst settu og njörva fjölda fólks í fátæktargildru.Því verður að afstýra.Ég skora á ráðherra að stoppa fyrirhugaðar breytingar á lögum áður en skaðinn er skeður.Því er skorað á ráðherra að halda grunnlífeyri óbreyttum,sem rúmlega 90% aldraðra njóta óskerts,frítekjumörk atvinnutekna verði óbreytt og frítekjumörk lífeyrissjóðsgreiðslna verði hækkuð til samræmis við hin fyrrnefndu.Það mun draga úr fátækt og skorti.
Ég er sammmála Hörpu Njáls. Ég hef gagnrýnt það harðlega að frumvarpið skuli ekki gera ráð fyrir neinni hækkun á lægsta lífeyri Ég tel nauðsynlegt að hækka hann verulega,í 300 þúsund á mánuði.Ég tek undir hugmynd Hörpu Njás um að frítekjumark atvinnutekna verði óbreytt.En helst vildi ég afnema alveg tekjutengingar.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.