Þriðjudagur, 4. október 2016
"Leiðrétting" Framsóknar misheppnuð.Ekkert afnám verðtryggingar!
Kona nokkur segir frá þvi á Facebook,að hún hafi sótt um Leiðréttinguna.En hún tók aldrei eftir því,sem hún fékk,þar eð það var svo lítið!Hins vegar tók hún vel eftir því, að þeir tóku af henni vaxtabæturnar.Hún stóð verr að vígi eftir en áður.Fréttatíminn hefur birt svipuð dæmi.En þeir sem þurftu ekki á neinni leiðréttingu að halda fengu stóra " leiðréttingu". Það voru þeir sem höfðu keypt gífurlega dýrt húsnæði og skulduðu mikið.Skattgreiðendur voru látnir aðstoða þá gegnum leiðréttinguna.Þessi aðgerð kom ranglátlega niður.
Framsóknarflokkurinn lofaði að taka 300 milljarða af hrægömmunum til þess að nota í skuldaleiðréttingu.En í staðinn voru 80 milljarðar teknur af skattgreiðendum til þess að nota í þessa aðgerð.Og dregið var verulega úr vaxtabótum.Stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur notaði meira en 80 milljarða í millifærslur til þess að aðstoða skuldara,með vaxtabótum,sérstökum vaxtaafslætti,110 % leiðinni og sérstökum ráðstöfunum umboðsmanns skuldara.Allur lúðrablástur Framsóknar um ágæti "Leiðréttingarinnar" er út í hött.Þetta var misheppnuð leið.Og ráðstafanir Jóhönnu voru drýgri fyrir skuldara.
Eins er með lofsöng Framsóknar um "afrek" í efnahagsmálum.Ríkisstjórn Jóhönnu kom verðbólgunni niður,hagvöxtur byrjaði strax 2012,atvinnuleysið var farið að stórminnka í lok stjórnartíma Jóhönnu og búið að greiða upp skuldir ríkissóðs að mestu leyti.Þegar núverandi ríkisstjórn tók við var viðsnúningur í efnahagsmálum byrjaður.Það eru þvi stolnar fjaðrir,þegar Framsókn er að eigna sér mikil afrek í efnahagsmálum.Framsókn hefur þar engin afrek unnið en lofaði að afnema verðtrygginguna og sveik það.Einnig hefur flokkurinn svikið aldraða og öryrkja og Sigmundur Davíð viðurkenndi það rétt fyrir flokksþing Framsóknar.Sigmundur Davíð sagði,að meiningin hefði verið að bæta kjör lífeyrisþega í lok kjörtímabilsins en síðan er því einfaldlega sleppt og aldraðir og öryrkjar skildir eftir.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.