Sunnudagur, 16. október 2016
Öryrkjar gagnrýna ríkisstjórnina harðlega!
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn á föstudag og laugardag. Þar kom fram mikil óánægja með ríkisstjórnina og afgreiðslu hennar á nýjum lögum um almannatryggingar.En heita má,að öryrkjar hafi að mestu verið sniðgengnir í þessum lögum,þar eð félagsmálaráðherra þótti þeir ekki nógu þægir.Einkum var ráðherra óánægður með, að öryrkjar skyldu ekki fallast á starfsgetumat.Í hefndarskyni var skellt á öryrkja aftur krónu á móti krónu skerðingu,sem hafði verið eitt aðal baráttumálið að útrýma.Eftirfarandi ályktun var gerð á aðalfundinum:
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var föstudaginn 14. október og laugardaginn 15. október, skorar á nýja ríkisstjórn sem tekur til starfa eftir kosningar nú í október að draga úr tekjuskerðingum örorkulífeyrisþega, með því að fella sérstöku framfærsluuppbótina inn í tekjutryggingu frá og með 1. janúar 2017. Með lagabreytingu frá því fyrir helgi hafi verið valin sú leið að auka krónu á móti krónu skerðingar og auka muninn á milli þeirra sem fá greidda heimilisuppbót og hinna sem fá hana ekki. Þá var skorað á stjórnvöld að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að réttur fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) verði lögfestur strax á haustþingi 2016.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.