Mánudagur, 31. október 2016
Bæta þarf kjörin meira en lögin gera ráð fyrir
Í kosningabaráttunni fyrir nýafstaðanar alþingiskosningar sögðu nær allir frambjóðendur að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja.Það var óvenjumikið rætt um þessi málefni; frambjóðendur gerðu sér ljóst,að gera þyrfti betur í málefnum aldraðra og öryrkja. Helst voru það talsmenn Sjálfstæðisflokksins,sem ekki ræddu nauðsyn frekari aðgerða fyrir þennan hóp en jafnvel Framsóknarmenn ræddu nauðysn frekari ráðstafana fyrir aldraðra og öryrjka.
Ekki hefur verið mynduð ný ríkisstjórn enn.En forseti Íslands hefur þegar hafið viðræður við formenn stjórnmálaflokkanna,sem eiga fulltrúa á alþingi til undirbúnings stjórnarmyndun.Það þarf að vera eitt fyrsta verk nýs alþingis og nýrrar ríkisstjórnar að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en ný lög um almannatryggingar gera ráð fyrir.Einkum er staða þeirra lífeyrisþega,sem einungis fá lífeyri frá almannatryggingum óásættanleg ( eins og hún á að verða um áramót). Eldri borgarar í sambúð og hjónabandi eiga að fá 195 þúsund krónur á mánuði eftir skatt og einhleypir að fá 227 þúsund kr á mánuði.Þessar upphæðir eru svo lágar,að engin leið er að lifa af þeim.Það veldur miklu mikill húsnæðiskostnaður. Þessar upphæðir verða því að hækka verulega. Einnig þarf að draga meira úr skerðingu lífeyris TR vegn greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Ný lög gera ráð fyrir að draga úr skerðingum en hvergi nærri nóg. Stefna á að því að draga enn frekar úr skerðingum.Afnema á sem fyrst skerðingar lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,þar eð eldri borgarar,sjóðfélagar, eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum.Það á ekki að skerða lífeyri almannatrygginga neitt vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.