Miðvikudagur, 2. nóvember 2016
Launahækkanir strax: Ráðherrar 488 þúsund,þingmenn 338 þúsund.Aldraðir: Hungurlús seinna
Mikil reiðialda gengur nú yfir þjóðfélagið vegna gífurlegra launahækkana ráðherra og alþingismanna strax á sama tíma og verkafólk fær miklu minni hækkanir og aldraðir og öryrkjar eiga að fá algera hungurlús seinna.
Ráðherrar fá 488 þúsund króna hækkun á mánuði strax eða 35,5% hækkun.Laun þeirra hækka í 1826 þúsund á mánuði strax.Það þarf ekki að bíða eftir nýjum fjárlögum, þegar ráðherrarnir sjálfir eiga í hlut,eða þingmenn en það þarf alltaf að biða eftir nýjum fjárlögum þegar afgreiða á hungurlús til aldraðra og öryrkja.Þeir verða alltaf að bíða mánuðum saman.
Alþingismenn fá 338 þúsund króna hækkun á mánuði eða hækka um 44%,fara í 1101 þúsund á mánuði en geta hækkað í 2 milljónir á mánuði með öllum aukasporslum,nefndaformennsku,landsbyggðastyrk o.fl. Allt tekur gildi líka strax hjá þingmönnum en hungurlúsin,sem aldraðir og örykjar eiga að fá tekur ekki gildi fyrr en um áramót.
Lífeyrir aldraðra í sambúð og hjónabandi á að hækka um 10 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá áramótum og fara í 195 þúsund kr á mánuði,þ.e. þeir sem einungis hafa lífeyri fra almannatryggingum og þeir sem eru einhleypir og í sömu stöðu eiga að hækka um 27 þúsund kr frá áramótum.
ASÍ hefur nú mótmælt harðlega hækkunum til alþingismanna og ráðherra og segir þær úr takt við allt sem hefur verið að gerast hjá launafólki á vinnumarkaðnum og geta stefnt stöðugleika í hættu. Fjölmörg verkalýðsfélög hafa einnig mótmælt. Þess er krafist,að þing verði kallað saman og ákvörðun kjararáðs um þessar miklu launahækkanir ráðherra,þingmanna og forseta Íslands verði afturkallaðar.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.