Fimmtudagur, 10. nóvember 2016
Mannréttindi brotin á öldruðum á mörgum sviðum
Mannréttindi eru brotin á öldruðum á mörgum sviðum.Grófasta mannréttindabrotið er það að skammta öldruðum og öryrkjum einnig svo nauman lífeyri,að ekki sé unnt að framfleyta sér af honum.Það á við þá,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum.Aldraðir sæta einnig mismunun á vinnumarkaðnum og í heilbrigðiskerfinu.Ef samdráttur er á vinnumarkaðnum er öldruðum fyrst sagt upp þó þeir hafi miklu meiri reynslu en þeir yngri.Og mjög erfitt er fyrir eldri borgara, sem eru við góða heilsu að fá nýja vinnu.Mörg dæmi hafa verið nefnd þessu til staðfestingar.Þetta er mannréttindabrot.Það er óheimilt að mismuna eldri borgurum.Í heilbrigðiskerfinu er það sama upp á teningnum.Rannsóknir hafa sýnt,að eldri borgarar verða að bíða lengur eftir læknismeðferð en þeir sem yngri eru.Það er mannréttindabrot.Það eiga allir að sitja við sama borð í þessu efni.Þegar efnahagsáföll verða ( hjá þjóðfélögum) er óheimilt að færa kjör aldraðra til baka nema fyrst sé athugað hvort unnt sé að fara aðrar.Það hefur ekki verið gert hér á landi heldur talið fljótvirkast að skerða kjör aldraðra og öryrkja strax. Það er mannréttindabrot.Og þannig mætti áfram telja.Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum.Ég tel einnig,að það sé mannréttindabrot hvernig komið er fram við aldraða og öryrkja í kjaramálum.Lífeyrisþegar eru hvað eftir annað skildir eftir þegar almennarr launahækkanir eiga sér stað. Þetta var mjög gróft á árinu 2015,þegar almennar launahækkanir áttu sér stað en aldraðir og öryrkjar voru skildir eftir.Og þetta heldur áfram 2016.Laun verkafólks hækkuðu 1.mai um 6% en lífeyrisþegar fengu enga hækkun.Loks,þegar stjórnvöld rumskuðu rétt fyrir kosningar og ákváðu smáhækkun (hungurlús) fyrir lífeyrisþega var ákveðið,að hún tæki ekki gildi fyrr en 1.jan.2017.Samt hækkuðu þingmenn og ráðherrar tvisvar á þessu ári og háttsettir embættismenn fengu mikla hækkun á árinu sem gilti 19 mánuði til baka.Auk þess fékk verkafólk hækkun á miðju ári.Þetta er klár mismunun og mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.