Fimmtudagur, 17. nóvember 2016
2 af hverjum 3 á öldrunardeildunum reyndust vannærðir!
Rannsókn sem gerð var árin 2015 og 2016 á öldruðum á Landakoti,öldrunardeildum,leiddi í ljós,að 2 af hverjum 3 voru vannærðir eða sýndu þess sterk merki,að svo væri.Fréttablaðið segir frá þessu.
Laura Sch Thorsteinsson verkefnisstjóri hjá Landlækni segir þetta vera mjög alvarlegt ástand.Hún segir sterkar vísbendingar um, að vannæring eldri borgara á íslenskum sjúkrastofnunum sé algengt vandamál.Samkvæmt lögum ber Landlæknisembættinu að hafa eftirlit með því,að sjúkrastofnanir uppfylli faglegar kröfur.Laura segir,að heilbrigðisstofnanir beri óumdeilanlega ábyrgð á því að fylgjast með næringarástandi þeirra sem þar dveljast.Einnig hvíli fagleg ábyrgð á heimahjúkrun að fylgjast með næringjarástandi heilsuveilla eldri borgara.
Lára segir ,að hér sé um mjög alvarlegt vandamál að ræða og fólk þurfi að taka höndum saman um að leysa það.Vandamálið sé það að heilbrigpiskerfið búi við manneklu og fjárskort.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.