8000 manns höfðu ekki efni á að fara til læknis 2015!

 

Fjórar af hverjum hundrað konum og tveir af hverjum hundrað körlum neituðu sér um þjónustu læknis eða sérfræðings árið 2015 vegna kostnaðar, eða samtals tæplega 8 þúsund manns. Kostnaður er meiri fyrirstaða fyrir tekjulægri hópana en þá tekjuhærri, en 6% fólks í tekjulægsta fimmtungnum fór ekki til læknis vegna kostnaðar á móti rúmlega 1% fólks í efsta tekjufimmtungi.

Hlutfallslega margir á Íslandi neita sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar miðað við önnur Evrópuríki sé tekið mið af nýjustu samanburðartölum sem eru frá árinu 2014 en þá fór ríflega 3% Íslendinga ekki til læknis vegna kostnaðar sem var sjötta hæsta hlutfallið í Evrópu.

Áætlað er að 25 þúsund manns, eða um 10% fullorðinna á Íslandi, hafi árið 2015 einhvern tíma ekki farið til tannlæknis vegna kostnaðar þegar þau þurftu, um 11 þúsund karlar og 14 þúsund konur. Kostnaður er oftar tilgreindur sem ástæða fyrir því að sleppa tannlæknisheimsóknum hjá tekjulægri hópunum en þeim tekjuhærri, en 17% fólks í lægsta tekjufimmtungi fór ekki til tannlæknis vegna kostnaðar árið 2015 á móti 4% fólks í tekjuhæsta fimmtungnum.-Þetta er skv upplýsingum frá Hagstofunni.Ekki benda þessar upplýsingar til þess að mikið góðæri sé hér.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband