Þriðjudagur, 20. desember 2016
Lítill áhugi stjórnmálamanna á kjörum aldraðra og öryrkja!
Það hefur verið nefnt við mig, að lítið sé rætt um kjaramál aldraðra og öryrkja í stjórnarmyndunarviðræðum. Og það er rétt.Hver er ástæðan? Hún er einföld: Sáralítill áhugi á málefnum aldraðra og öryrkja.Og sinnuleysi fyrir nauðsyn aðgerða í þessum málaflokki.Þetta er sama ástand og verið hefur í þessum málaflokki á alþingi.
Ég held,að ein ástæðan fyrir þessu áhugaleysi og sinnuleysi sé sú, að stjórnmálamenn geri sér ekki ljóst hvað ástandið er alvarlegt í þessum málaflokki. Það er eins og stjórnmálamenn átti sig ekki á því, að það ríkir neyðarástand í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Það er ekkert annað en neyðarástand, þegar sumir aldraðir og öryrkjar hafa ekki efni á þvi að fara til læknis,verða stundum að sleppa því að leysa úr lyfin sín og geta í vissum tilvikum ekki keypt nauðsynlegan mat.
Í stjórnarmyndunarviðræðunum er mikið rætt um sjávarútvegs-og landbúnaðarmál,um stjórnarsrkrána og um Evrópusambandið en málefni aldraðra og öryrkja komast varla að. Á þessu þarf að verða breyting. Bætt kjör aldraðra og öryrkja eiga að vera eitt af stóru málunum.Og þingið,sem nú situr að störfum á að taka rögg á sig og ákveða að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Þingmenn eiga ekki að bíða eftir einhverjum umboðlausum ráðherrum.Þeir eiga að hafa frumkvæðið sjálfir og flytja frumvarp til laga um bætt kjör aldraðra og öryrkja vegna neyðarástands ,sem ríkir í kjörum þeirra. Það færi vel á því að gera þetta fyrir jólin.Tvær leiðir koma til greina: 1) að gera frambúðarleiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja 2) að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna jólanna svo þessir aðilar geti haldið jól eins og aðrir í þjófélaginu.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.