Ágreiningur milli FEB og LEB um almannatryggingar !

Félag eldri borgara í Reykjavík hefur verið mjög gagnrýnið á frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um almannatryggingar.Einkum gagnrýndi FEB,að ætlunin var að samþykkja frv óbreytt enda þótt engin hækkun lífeyris væri í frumvarpinu og ekkert frítekjumark.Eftir fjölmennan fund FEB í Háskólabíó þar sem frumvarpinu var mótmælt í óbreyttri mynd var ákveðið að hækka lífeyri og frítekjumörk verulega.FEB gagnrýnir Landssamband eldri borgara fyrir að hafa gagnrýnislaust samþykkt frumvarpið um almannatryggingar.Virðist svo sem kominn sé upp opinn ágreiningur milli FEB og LEB.Það er óvenjulegt.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband