Miðvikudagur, 21. desember 2016
Verið að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna?
Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp Bjarna Benediktssonar um lífeyrisréttindi.Ögmundur Jónasson fyrrverandi formaður BSRB og fyrrverandi þingmaður og ráðherra kom í viðtal hjá RÚV í morgun um málið.Hann sagði,að ef frumvarp Bjarna yrði samþykkt mundi það geta valdið mikilli kjaraskerðingu opinberra starfsmanna.
Opinberir starfsmenn hafa haft betri lífeyrisréttindi en starfsmenn á almennum markaði en á móti samþykktu þeir að sætta sig við verri launakjör en almenni markaðurinn.Frumvarpið gerir ráð fyrir samræmingu lífeyrisréttinda gegn yfirlýsingu (loforði) stjórnvalda um að launakjör opinberra starfsmann verði bætt.Auk þess á að færa lífeyrisaldurinn úr 65 árum í 67 ár.Ögmundur telur,að þetta hvort tveggja geti skert kjör opinberra starfsmanna. BSRB hefur ekki samþykkt frumvarpið.Vill,að haldið verði við samkomulag sem stjórnvöld gerðu við BSRB og fleiri samtök launamanna um málið.En ekki sé staðið við það samkomulag í frumvarpinu.
Ég tek undir með BSRB og Ögmundi.Ég gef ekkert fyrir loforð ráðherranna um að launakjör opinberra starfsmanna verði bætt í framtíðinni. Þessi loforð eru ekki pappírsins virði,sem þau voru skrifuð á.Þessir föllnu ráðherrar eru marguppvísir að því að svíkja öll loforð.Það treystir þeim enginn.Opinberir starfsmenn þurfa að fá örugga tryggingu,ef samþykkja á frumvarpið.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.